Sumarlokun sumarið 2022
Góðan daginn kæru forráðamenn
Leikskólinn verður lokaður vegna sumarleyfa frá og með mánudeginum 11. júli - 8. ágúst, báðir dagar meðtaldir þ.e. leikskólinn opnar aftur þriðjudaginn 9. ágúst.
Bestu kveðjur Sigríður og Ragnheiður
Útskriftaferð í Viðey
Í dag fór útskriftarhópurinn í útskriftarferð í Viðey. Farið var með rútu að Viðeyjarferjunni og ferjan tekin yfir. Labbað um eyjuna. Leikið, grillaðar pylsur og fengu börnin prins póló og sápukúlur :) Heppnin lék með okkur því veðrið var með ágætum gott og sólríkt.
Útskrift elstu barna
Útskrift elstu barnanna fór fram 11. júní og tókst með ágætum. Börnin stóðu sig afar vel og sungu nokkur lög og það voru stoltir foreldrar sem fylgdust með athöfninni. Börn, foreldrar og kennarar áttu góða stund með kaffi, safa og veitingum að athöfn lokinni.
Alltaf nóg að gera
Það var mikið fjör á Læk í morgun eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem tekin var í hópastarfi. Þar var búið að teppaleggja með maskínupappír á gólf og vegg. Börnin teiknuðu og lituðu á pappírinn. Bros og vinnugleði sást langar leiðir 😀
Sumarlokun sumarið 2021
Leikskólinn verður lokaður vegna sumarleyfa frá miðvikudeginum 14. júlí - 11. ágúst, báðir dagar meðtaldir. Leikskólinn opnar aftur fimmtudaginn 12. ágúst.